"Berið virðingu fyrir viðhorfum og skoðunum annarra. Takið að sama skapi ábyrgð á ykkar eigin skoðunum og lífi. Sýnið samferðarfólki ykkar umburðarlyndi á lífsins leið og verið æðrulaus gagnvart því sem þið ráðið ekki við"
"Það er kærleikurinn sem raunverulega gleður. Falleg orð, samvera og hjálpsemi eru meiri verðmæti en aðkeypt vara, pökkuð inn í jólapappír", sagði Sólveig Hildur Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Mímis, í ávarpi sínu til kennara, matsaðila og starfsfólks á jólagleði Mímis síðast liðið föstudagskvöld.
Sífellt fleiri fyrirtæki leita til Mímis um samstarf vegna fræðslu fyrir starfsfólk sitt enda býr Mímir að áralangri reynslu þess efnis og uppfyllir þau gæðaviðmið sem mennta- og menningarmálaráðuneytið gerir til fræðsluaðila. Þá hefur Mímir gæðavottunina E.Q.M ( (European Quality Mark) sem snýr að fræðslu og námi.
Við erum afar stolt af öllum okkar nemendum og þeim árangri sem þeir ná hjá okkur í Mími. Viðtal við fyrrum nemanda birtist einmitt í Morgunblaðinu í dag en hann hefur nú hafið sálfræðinám við Háskóla Íslands.