Stefna Mímis

Hjá Mími er hvorki liðið kynferðislegt  né kynbundið áreiti, einelti eða annað ofbeldi  í kennslu, almennu starfi eða öðrum samskiptum innan Mímis. Á þetta við um starfsfólk, verktaka og nemendur hjá Mími. Komi upp slík mál er brugðist við þeim og úr þeim unnið á faglegan hátt. 

Skilgreiningar

  • Með starfsfólki er átt við alla þá er vinna fyrir Mími, hvort sem það eru launþegar eða verktakar.
  • Með nemendum er átt við alla þá sem skráðir eru og stunda nám hjá Mími.
  • Með samvinnu, samskiptum og samneyti er átt við fundi, kennslustundir, samkomur, tölvupóstssamskipti, samfélagsmiðla, símtöl og aðrar aðstæður sem skapast í tengslum við skólastarfið.
  • Með náms- og starfsaðstæðum er átt við alla þætti starfsins, svo sem náms- og starfsumhverfi, skipulag og húsnæðis. Aðstæður þar sem nemendur og starfsfólk þurfa að fara um vegna náms eða starfs.
  • Í öllum náms- og starfsaðstæðum innan skólans skal þess gætt að dregið sé úr hættu á að aðstæður skapist sem líkur eru á að geti leitt til kynferðislegrar áreitni, kynbundinnar áreitni eða ofbeldis. 
  • Vísað er 3.gr lið b, c og d í reglugerð nr. 1009/2015 um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi á vinnustöðum. Þar segir:
  • b)           Einelti: Síendurtekin hegðun sem almennt er til þess fallin að valda vanlíðan hjá þeim sem fyrir henni verður, svo sem að gera lítið úr, móðga, særa eða ógna viðkomandi eða að valda honum ótta. Skoðanaágreiningur eða ágreiningur vegna ólíkra hagsmuna fellur ekki hér undir.
  • c)            Kynbundin áreitni: Hegðun sem tengist kyni þess sem fyrir henni verður, er í óþökk viðkomandi og hefur þann tilgang eða þau áhrif að misbjóða virðingu viðkomandi og skapa aðstæður sem eru ógnandi, fjandsamlegar, niðurlægjandi, auðmýkjandi eða móðgandi fyrir viðkomandi.
  • d)           Kynferðisleg áreitni: Hvers kyns kynferðisleg hegðun sem er í óþökk þess sem fyrir henni verður og hefur þann tilgang eða þau áhrif að misbjóða virðingu viðkomandi, einkum þegar hegðunin leiðir til ógnandi, fjandsamlegra, niðurlægjandi, auðmýkjandi eða móðgandi aðstæðna. Hegðunin getur verið orðbundin, táknræn og/eða líkamleg.

Viðbrögð

  • Skrá niður hvað gerðist, hver var upplifunin, tímasetningar, hvað var sagt og gert. 
  • Hafa samband við verkefnastjóra námsins, kennara eða sviðsstjóra

Meðferð mála

1.      Verði starfsmaður uppvís að broti á samskiptareglum skólans skal framkvæmdastjóri ásamt sviðstjóra veita viðkomandi munnlega aðvörun og tilkynna það skriflega í tölvupósti eftir að munnleg aðvörun hefur verið veitt. Sé brotið endurtekið er framkvæmdastjóra heimlit að vísa viðkomandi starfsmanni úr starfi hjá Mími. 

2. Verði nemandi uppvís að broti á samskiptareglum skólans skal sviðstjóri veita aðvörun og tilkynna það skriflega í tölvupósti eftir að munnleg aðvörun hefur verið veitt.Sé brotið endurtekið er sviðsstjóra eða framkvæmdastjóra heimilt að vísa viðkomandi nemanda úr námi hjá Mími. Verði nemandi uppvís að alvarlegu broti getur það varðað tafarlausri brottvísdun úr námi hjá Mími. 

 

 

 

 

Var efnið á síðunni hjálplegt?