Um námskeiðið

Námið hentar vel einstaklingum í vinnu og er ætlað einstaklingum sem eru eldri en 20 ára, hafa stutta skólagöngu að baki og vinna við uppeldi og umönnun barna á leikskólum. Námið er niðurgreitt af Fræðslusjóði og kennt samkvæmt námskrá vottaðari af Menntamálastofnun. Fagnámskeiðin eru haldin í samstarfi Mímis-símenntunar og stéttarfélaga.

Námskeiðið er kennt á íslensku. Til þess að geta tekið þátt í námskeiðinu er mælst er til þess að þátttakendur séu a.m.k. á stigi A2-B1 skv. evrópska tungumálarammanum.

Sjá hér: https://www.rannis.is/media/islenskukennsla/Evropski-tungumalaramminn.pdf

Uppbygging náms

Á fagnámskeiðunum er bæði lögð áhersla á námsþætti sem styrkja persónulega og almenna færni t.d. sjálfstyrkingu og samskipti, námstækni, færnimappa og tölvur og svo námsþætti eins og uppeldi leikskólabarna, þroski og þróun leikskólabarna, listastarf með börnum, námsskrá leikskóla, fjölmenningarlegan leikskóla og fleiri.

Námið fer fram á miðvikudögum kl. 17:00-20:00 og laugardögum 9:30-15:30, ýmist í stað- eða fjarnámi.

Námsgreinar

  • Fjölmenningarlegur leikskóli
  • Hreyfiþjálfun leikskólabarna
  • Málþroski barna
  • Námstækni og markmiðasetning
  • Næringarfræði
  • Sjálfsefling og samskipti
  • Tölvuleikni
  • Umhverfismennt
  • Uppeldi leikskólabarna
Flokkar: Námsbrautir