Fagnámskeiðin eru haldin í samstarfi Mímis símenntunar og Eflingar. Þau eru ætluð þeim sem aðstoða, annast um eða hlynna að fólki með heilsubrest, fötluðu fólki og öldruðum, hvort sem er á einkaheimilum eða stofnunum.
Á fagnámskeiðunum er lögð áhersla á námsþætti sem nýtast starfsmanninum í starfi og einkalífi. Námið er niðurgreitt af Fræðslusjóði og kennt samkvæmt námskrá vottaðari af Menntamálastofnun.
Námskeiðið er kennt á íslensku. Til þess að geta tekið þátt í námskeiðinu er mælst til þess að þátttakendur séu a.m.k. á stigi A2-B1 skv. evrópska tungumálarammanum.
Sjá hér: https://www.rannis.is/media/islenskukennsla/Evropski-tungumalaramminn.pdf
Umsækjendum þessa námskeiðs stendur til boða að taka ókeypis stöðupróf hjá Mími-símenntun áður en sótt er um. Ef áhugi er fyrir hendi, hafið samband við verkefnastjóra námskeiðsins.
Kennsla fer fram mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga kl. 12:40 – 16:00.
Fagnámskeiðin eru undanfari náms í Félagsliðagátt. Fagnámskeið eru tvö námskeið sem eru samanlagt 190 klukkustundir. Annars vegar fagnámskeið I (95 klukkustundir) og hins vegar fagnámskeið II (95 klukkustundir). Þátttakendur þurfa að ljúka fyrra námskeiðinu til þess að halda áfram á því seinna.
Allir sem eru 20 ára eða eldri og hafa ekki lokið framhaldsskólaprófi geta sótt námskeiðið
Námsmat byggir á mætingu og virkni í tímum. Nauðsynlegt er að ná 80% mætingu til að teljast hafa lokið námsbrautinni.
Höfðabakki 9, 110 Reykjavík
Fræðslusjóðir stéttarfélaganna niðurgreiða námskeiðið. Nauðsynlegt er að greiða fyrir námskeiðið og framvísa svo frumriti af reikningi til viðkomandi stéttarfélags til að fá endurgreiðsluna.
Stundatafla/kennslufyrirkomulag
Kennt mánudaga, þriðjudaga, miðvikudaga kl. 12:40-16:00.
Efling greiðir námið fyrir sína félagsmenn. Verð fyrir aðra en félagsmenn Eflingar er 44.000 kr.
Verð á námsleiðum er birt með fyrirvara um breytingar
Eru próf?
Nei, það eru ekki próf en það er 80% mætingarskylda.