Um námið

Vinnur þú í leik- eða grunnskóla og vilt efla þig í leik og starfi?

Leikskólaliða- og stuðningsfulltrúabrúin er sniðin að þörfum þeirra sem starfa við umönnun, uppeldi og menntun barna á leik- og grunnskólastigi. Námið er einingabært og kennt samkvæmt aðalnámskrá framhaldsskóla.

Nám á leikskólaliða- og stuðningsfulltrúabrú tekur mið af því að nemendur starfi í leik- eða grunnskóla. Þeir þurfa að vera orðnir 22 ára, hafa lokið 140 klukkustunda starfstengdum námskeiðum og hafa að minnsta kosti þriggja ára starfsreynslu við uppeldi, umönnun og menntun barna í leik- eða grunnskóla.

Náminu er dreift yfir fjórar annir og heildareiningarfjöldi þess er 66 einingar. Kennslan er í fjarnámi og einn áfangi er kenndur í einu. Nemendur mæta þó á Teams fundi í upphafi og lok áfanga og það er skyldumæting.

Kennslan fer alltaf fram á laugardögum. Nemendur hlusta á fyrirlestra heima, taka þátt í umræðum á netinu og vinna verkefni.

Námsárangur er metinn út frá hæfniviðmiðum námsins, með áherslu á leiðsagnamat og endurgjöf.

 

Styrkir/niðurgreiðslur

Stéttarfélög hafa greitt fyrir sína félagsmenn að hluta eða öllu leyti.

Vinsamlega leitið upplýsinga hjá ykkar stéttarfélagi.

Verð á námsleiðum er birt með fyrirvara um breytingar

 

Hægt er að fá hluta áfanga metna í gegnum raunfærnimat og biðjum við þá sem þess óska að hafa samband við náms- og starfsráðgjafa hjá Mími.

Panta viðtal

 

Fög kennd á 1. önn

Samskipti og samstarf SAS1A05

Skapandi starf SPS1A05

Gagnrýnin hugsun og siðfræði GHS2A05

Skyndihjálp SKY2A01

 

Fög kennd á 2. önn

Þroskasálfræði SÁL3A05

Uppeldisfræði UPP2A05

Upplýsingatækni UTN2A05

 

Fög kennd á 3. önn

Hegðun og atferlismótun HOA2A05

Leikur sem náms- og þroskaleið LEN2A05

Þroski og hreyfing ÞRO2A05

 

Fög kennd á 4. önn

Barnabókmenntir ÍSL2A05

Kennslustofan og nemandinn NÁMT2KN05

Uppeldisfræði UPP3A05

Fatlanir FTL1A05

Flokkar: Námsbrautir