Námskeiðið er grunnur í íslensku fyrir nemendur sem þurfa að fara hægt yfir námsefnið. Lestur, ritun (einnig á lyklaborð) og tal eru þjálfuð með kennara sem talar mál hópsins.
Kennsluaðferðir eru fjölbreyttar og námsefni af vefmiðlum verður nýtt.
Á námskeiðinu læra nemendur íslenska stafrófið og þjálfa framburð, læra grunnorðaforða daglegs máls og einfalda setningagerð. Þeir læra að segja frá sjálfum sér og spyrja og svara einföldum spurningum. Innsýn í íslenskt samfélag er fléttuð inn í námið. Nemendur æfa tal, skilning, lestur og ritun einfaldra setninga með áherslu á talþjálfun með fjölbreyttum kennsluaðferðum.
Þjálfun í að nota tölvur er hluti af námskeiðinu. Með því er er átt við að nemendur noti tölvur til að skrifa einföld orð og upplýsingar um sjálf sig, og æfi sig í að opna gagnlegar vefsíður og nota „öpp“ sem komi að gagni í náminu eða daglegu lífi.
Mjög einföld málfræði er kynnt í tengslum við námsefnið. Námskrá menntamálaráðuneytis um nám í íslensku fyrir útlendinga er höfð til hliðsjónar við val námsþátta. Í lok námskeiðs er staða nemenda metin og þeim ráðlagt um áframhaldandi íslenskunám.
Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Welcoming, supportive and relaxed atmosphere.
Friendly, professional teachers.
Effective, dynamic teaching methods.
Diverse teaching materials for every level.
Variety of courses.
Basis skills in English are needed in courses not for speakers of special language or Icelandic 1- slow pace.
When registering for a course in Icelandic, students agree to be transfered between groups if needed.