Námskeiðsyfirlit:

Þetta námskeið er fyrst og fremst þjálfun í ritun. Nemendur mæta einu sinni í viku á fjarfund og skila verkefnum í hverri viku. Námskeiðið er framhald af fimmta stigi og hentar þeim sem hafa öðlast sambærilega færni. Nemendur vinna skrifleg verkefni til að auka færni sína í lestri og ritun. Aukið er við málfræðikunnáttu og orðaforða í samræmi við þarfir nemenda á þessu stigi. Mikil áhersla lögð á notkun orðabóka og annarra hjálpargagna. Kunnátta þátttakenda er metin í lok námskeiðsins og þeim veitt ráðgjöf um næstu skref í íslenskunámi sínu.

Verkefnaskil eru alltaf í byrjun vikunnar (á mánudögum og þriðjudögum og mæting (online) einu sinni á miðvikudagskvöldum. Nemendur eiga að endurvinna og skila verkefnum aftur eftir að kennari hefur farið yfir þau. Nemendur verða að skila 75% þeirra verkefna sem eru lögð fyrir og mæta í 75% kennslustunda. Nemandinn verður að ná bæði mætingu og verkefnaþættinum til að ná áfanganum.

Markmið:

Að nemendur bæti ritfærni sína. Nemendur læri að nota ýmis hjálpargögn við ritun og geti skrifað góða texta á íslensku. Nemendur auki orðaforða og málfræðiþekkingu.

Inntökuskilyrði:

Nemendur þurfa að hafa lokið íslensku 5. (B1.1) eða vera með færni í íslensku í samræmi við það.

Nauðsynlegt er að ljúka 75% mætingu (viðvera og verkefnaskil) til að fá útskriftarskírteini.

Athugaðu að námskeið er einungis haldið ef lágmarksþátttaka næst.

* Hvert námskeið er aðlagað viðkomandi nemendahópi og geta því áherslur verið mismunandi milli hópa.

Mímir er viðurkenndur fræðsluaðili með vottun frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Ráðuneytið veitir viðurkenndum fræðsluaðilum styrki til íslenskukennslu fyrir útlendinga sem búsettir eru hér á landi og skráðir eru með lögheimili í Þjóðskrá. Styrkurinn er nýttur til að niðurgreiða námskeiðsgjöld fyrir nemendur í íslensku.

Styrkur:

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?

Kannaðu málið!

Flokkar: Study Icelandic
Heiti námskeiðs Dags. Dagar Tími Staðsetning Verð Skráning
Online Íslenska 6 20. jan - 26. mar Mon, Wed 19:40-21:50 Online 59.500 kr. Skráning