Um námið

Á þessu námskeiði eru tæknihugtök eru útskýrð “á mannamáli”, nemendur fá hagnýta þjálfun og geta mælt eigin tæknifærni auk þess sem fjallað er um fjórðu iðnbyltinguna og störf okkar í náinni framtíð.

Uppbygging náms og námsþættir

Fyrri hluti:

  • Fjórða iðnbyltingin
  • Leiðarvísar að farsælu lífi
  • Stafræna hæfnihjólið

Fyrri hlutinn snýr að því að útskýra hvað felst í því að vera hinn eftirsótti „21. aldar starfsmaður“. Þátttakendur fá stuðning til þess að takast óhræddir á við tæknibreytingar sem snerta þá sjálfa. Fjórða iðnbyltingin er útskýrð og fá þátttakendur stuðning við að greina eigin tæknifærni með aðstoð stafræns greiningartækis.

Seinni hluti

  • Hagnýting samfélagsmiðla (sóknarfæri á samfélagsmiðlum)
  • Google í starfi, leik og námi (hluti af óþrjótandi möguleikum Google umhverfisins kynntir)
  • Stafræn gagnavinnsla (myndvinnsla o.fl)
  • Forritun og stillingar (tölvuhlutar, tengingar og sjálfvirknivæðing)

 

Námskeiðið er haldið í samvinnu við: 

                       

 

Inntökuskilyrði

Námskeiðið er fyrir alla, 18 ára og eldri sem þurfa og vilja styrkja sig í tækni og láta tæknina vinna með sér, hvort sem er í einkalífi eða starfi. Námskeiðið er fyrst og fremst hugsað sem skref inn í tækniheiminn og alls ekki nauðsynlegt að vera tæknisnillingur til að sækja það. 

 

Námsmat

Sjálfsmat í lok námskeiðs. Þátttakendur fá skírteini sem vott um að hafa lokið námskeiði.

Kennslustaður

Höfðabakki 9

Styrkir/niðurgreiðslur

Starfsafl, Landsmennt og Starfsmenntasjóður verslunar- og skrifstofufólks greiða námskeiðið að fullu fyrir sína félagsmenn. Mikilvægt er að skrá stéttarfélagsaðild í umsóknarferli. 

Þeir sem eru utan þessara sjóða geta sótt um styrk til síns stéttarfélags. Fræðslusjóðir stéttarfélaganna niðurgreiða námið allt að 90%. Nauðsynlegt er að greiða fyrir námið fyrst og framvísa svo frumriti af reikningi til viðkomandi stéttarfélags til að fá endurgreiðsluna.

Stundatafla/kennslufyrirkomulag

 

Verð

Almennt verð er kr. 89.000. 

Félagsmenn í starfsmenntasjóðunum Starfsafl, Landsmennt og Starfsmenntasjóði verslunar- og skrifstofufólks fá námskeiðið að fullu niðurgreitt. Starfsfólk Mímis veitir allar upplýsingar um hvernig skal bera sig að við skráningu á námskeiðið með þeirra liðsstyrk. Mikilvægt er að skrá stéttarfélagsaðild í umsóknarferli þegar þú skráir þig til leiks. 

 

Spurt og svarað

Hvernig get ég vitað í hvaða stéttarfélagi ég er?

Þú getur séð á síðasta launaseðlinum þínum í hvaða stéttarfélag þú hefur greitt síðast

Hvernig get ég vitað að stéttarfélagið mitt tilheyri Starfsafli, Landsmennt eða Starfsmenntasjóði verslunar- og skrifstofufólks?

Smelltu hér til að sjá lista yfir hvaða stéttarfélag tilheyrir hvaða sjóði

Ég á ekki tölvu, get ég samt komið á námskeiðið?

Já, hafðu samband við umsjónarmann námskeiðsins og þið finnið leið. 

Fæ ég staðfestingu á að ég hafi klárað þetta námskeið?

Já, allir sem ljúka námskeiðinu fá viðurkenningarskjal 

 

Flokkar: Aðrar brautir