Taktu upp þráðinn hjá okkur!

Menntastoðir er vinsæl námsbraut sem hefur veitt fjölda fólks ný tækifæri í námi og er góður undirbúningur fyrir áframhaldandi nám. Eftir útskrift úr Menntastoðum er hægt að sækja um í undirbúningsdeildum háskólanna; Bifröst, HR og Keili eða starfs-, iðn- og tækninám. 

Kynntu þér þá möguleika sem eru í boði: 

Menntastoðir staðnám

Boðið er upp á að taka staðnámið á einni eða tveimur önnum.
Í staðnámi er kennt frá 8:35-15:30 alla virka daga í Mími, Höfðabakka 9, 110 Reykjavík.


Sjá meira

Fjarnám

Nemendur ljúka námi á tveimur önnum. Námið er fimm lotur og eru kenndar tvær námsgreinar samhliða í hverri lotu. Að auki eru tvær námsgreinar sem hvor um sig eru kenndar á einni önn. Námstækni er kennd á fyrri önn og Yndislestur á þeirri seinni.

Sjá meira

 

 

Námsgreinar

Smellið á námsgreinar til að fá nánari upplýsingar.

Menntastoðir eru kenndar samkvæmt námskrá Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins og eru 60 einingar á 2.þrepi íslenska hæfnirammans um menntun. Hægt er að meta námið til framhaldsskólaeininga. 

Pantaðu viðtal hjá náms- og starfsráðgjafa áður en þú skráir þig í námið til að kanna þína möguleika

Panta viðtal

Nánari upplýsingar 

 maria@mimir.is

Sjá myndbönd um Menntastoðir: 

 

 

Inntökuskilyrði

Allir sem eru 18 ára eða eldri og hafa ekki lokið framhaldsskólaprófi geta sótt um Menntastoðir

Námsmat

Unnið er samkvæmt hugmyndum um leiðsagnarmat. Námsárangur og námsframvinda nemenda er metin jafnt og þétt á fjölbreyttan hátt, til dæmis með símati, verkefnavinnu og virkri þátttöku nemenda.

Lokapróf (í stærðfræði, íslensku og ensku) eru tekin í Mími eða á öðrum stað sem samið er um við verkefnastjóra.

80% mætingarskylda er í Menntastoðum staðnámi.

Kennslustaður

Höfðabakki 9, 110 Reykjavík

Styrkir/niðurgreiðslur

Átt þú rétt á styrk frá stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja nám hjá Mími? Hafðu samband við þitt stéttarfélag eða þinn ráðgjafa og kannaðu málið.

Fræðslusjóðir stéttarfélaganna niðurgreiða námið allt að 90%. Nauðsynlegt er að greiða fyrir námið fyrst og framvísa svo frumriti af reikningi til viðkomandi stéttarfélags til að fá endurgreiðsluna.

Nánar um námsstyrki VMST.  

Stundatafla/kennslufyrirkomulag

Boðið er upp á staðnám eða fjarnám.

Verð

*212.000

*Ath. verð getur breyst um áramót

Spurt og svarað?

Hvenær hefst námið?

Nám í Menntastoðum fer af stað á hverri önn svo lengi sem skráning er nægjanleg. Haustönn byrjar í ágúst og vorönn í janúar.

Hvenær útskrifast nemendur?

Formleg útskrift er tvisvar á ári, í desember og júní.

Ef ég klára Menntastoðir, kemst ég þá í háskóla?

Þau sem útskrifast úr Menntastoðum geta sótt um nám í undirbúningsdeildum háskólanna Bifröst, HR og Keili.

Var efnið á síðunni hjálplegt?