Menntastoðir með stuðningi í íslensku
Ný námsbraut, Menntastoðir með stuðningi í íslensku fyrir nemendur með íslensku sem annað mál.
Langar þig í frekara nám en vantar grunninn í íslensku? Frábær undirbúningur fyrir frumgreinadeildir háskólanna eða iðn- og tækninám.
Þeir sem ljúka námi í Menntastoðum með tilskildum árangri geta sótt um í undirbúningsdeildir háskólanna, Keili, HR og Bifröst. Hægt er að meta námið til framhaldsskólaeininga. Námið er niðurgreitt af Fræðslusjóði og kennt samkvæmt námskrá vottaðri af Menntamálastofnun.
Kennt er frá 12:30-15:45 alla virka daga. Nemendur ljúka námi á tveim önnum. Staðnám á tveim önnum hentar vel þeim sem vilja taka taka námið á lengri tíma. Kenndar eru tvær námsgreinar í einu, samhliða námstækni.
Smellið á námsgreinar til að fá nánari upplýsingar.
Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
a. að vera 18 ára eða eldri og hafa ekki lokið framhaldsskólaprófi
b. að vera á A2/B1 í íslensku skv. Evrópska tungumálarammanum
Unnið er samkvæmt hugmyndum um leiðsagnarmat þar sem námsmat er stöðugt í gangi. Námsárangur og námsframvinda nemenda er metin jafnt og þétt alla önnina með fjölbreyttum verkefnum og stuttum könnunum.
Höfðabakki 9, 110 Reykjavík
Fræðslusjóðir stéttarfélaganna niðurgreiða námið allt að 90%. Nauðsynlegt er að greiða fyrir námið fyrst og framvísa svo frumriti af reikningi til viðkomandi stéttarfélags til að fá endurgreiðsluna.
Stundatafla/kennslufyrirkomulag
200.000 kr.
Verð á námsleiðum er birt með fyrirvara um breytingar
Hvenær hefst námið?
Nám í Menntastoðum fer af stað á hverri önn svo lengi sem skráning sé nægjanleg. Á haustin byrja hópar í ágúst en á vorönn í janúar.
Hvenær útskrifast nemendur?
Formleg útskrift er tvisvar á ári, í desember og júní.
Ef ég klára Menntastoðir, kemst ég þá í háskóla?
Þeir sem útskrifast úr Menntastoðum geta sótt um nám í frumgreinadeildir háskólanna.